Erlendir miðlar fjalla um neyðarstig á Íslandi

Erlendir miðlar fjalla um stöðuna á Reykjanesskaga.
Erlendir miðlar fjalla um stöðuna á Reykjanesskaga. Samsett mynd

Mjög skýr merki eru um að kviku­gang­ur ligg­ur nú und­ir Grinda­vík. Neyðarstigi var lýst yfir á tólfta tímanum í gærkvöldi og var Grindavíkurbær rýmdur í kjölfarið. Síðan þá hafa miðlar meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Norðurlöndunum fjallað um stöðuna á Reykjanesskaga. 

Norski miðillinn NRK segir í fyrirsögn sinni: „Bær á Íslandi rýmdur - Staðan er dramatísk.“ Í fréttinni er fjallað um það hvaða áhrif eldgos gæti haft á Grindavíkurbæ og að grannt hafi verið fylgst með stöðunni síðustu daga. 

BBC birti frétt í nótt þar sem segir „Ísland lýsir yfir neyðarástandi vegna ógnar sem stafar af Fagradalsfjalli.“ Þar segir að Grindavíkurbær hafi verið rýmdur og að þúsundir jarðskjálfta hafi mælst á svæðinu síðustu daga. 

Fyrirsögnin á The Guardian er jafnframt í takt við fyrirsagnir annarra miðla en þar segir: „Ísland lýsir yfir neyðarástandi vegna ógnar sem stafar af eldgosi.“

Þá segir í fyrirsögn fréttar CNN: „Ísland lýsir yfir neyðarástandi, íbúar fluttir á vegna hættu á eldgosi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert