29 fyrirburar komnir til Egyptalands

Palestínskur læknir annast fyrirbura á Al-Shifa.
Palestínskur læknir annast fyrirbura á Al-Shifa. AFP/Mohammed Abed

29 fyrirburar eru komnir til Egyptalands eftir að hafa verið fluttir þangað frá stærsta sjúkrahúsi Gasasvæðsins, Al-Shifa.

Egypskir fjölmiðlar greindu frá þessu.

Börnin voru flutt frá sjúkrahúsinu í gær. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Al-Shifa vera banvænt hættusvæði. 

AFP/Mohammed Abed

Ísraelsher segir að liðsmenn Hamas séu með starfsemi í göngum undir sjúkrahúsinu. Því hafa Hamas-samtökin neitað.

Fyrst var sagt frá því að 31 fyrirburi hefði verið fluttur frá sjúkrahúsinu til annars sjúkrahúss á Gasasvæðinu. Ekki hefur komið fram hvers vegna aðeins 29 eru komnir til Egyptalands.

mbl.is