Altman kominn til Microsoft

Sam Altman í október síðastliðnum.
Sam Altman í október síðastliðnum. AFP/Patrick T. Fallon

Microsoft hefur tilkynnt um ráðningu Sams Altmans, sem nýlega var rekinn sem forstjóri OpenAI sem þróar gervigreindarlíkanið ChatGPT.

Forstjóri Microsoft, Satya Nadella, skrifaði á samfélagsmiðilinn X að Altman „muni ganga til liðs við Microsoft og leiða nýtt, háþróað rannsóknarteymi gervigreindar”. Þar starfar hann við hlið Gregs Brockhmans, sem stofnaði með honum OpenAI, og fleiri fyrrverandi samstarfsmanna.

„Leiðangurinn heldur áfram,” skrifaði Altman á X.

OpenAI hefur skipað Emmet Shear, fyrrverandi framkvæmdastjóra streymisþjónustunnar Twitch sem er í eigu Amazon, sem nýjan forstjóra fyrirtækisins.

Emmett Shear.
Emmett Shear. AFP/Steve Jennings
mbl.is