Shakira náði samkomulagi við saksóknara

Shakira ásamt lögmanni sínum.
Shakira ásamt lögmanni sínum. AFP

Kólumbíska söngkonan Shakira hefur náð samkomulagi við saksóknara um að binda enda á réttarhöldin yfir henni fyrir meint skattsvik.

Frá þessu greindi dómstóll í Barcelona á Spáni í dag en skattsvikin nema 14,5 miljónum evra vegna tekna sem hún aflaði á árunum 2012-2014. Sú upphæð jafngildir um 2 milljörðum íslenskra króna.

Í samkomulagi sem Shakira hefur náð við skattayfirvöld á Spáni samþykkti hin 46 ára gamla Shakira að fá þriggja ára skilorðsbundinn dóm í skiptum fyrir að greiða milljónir evra í sekt en dagurinn í dag átti að verða fyrsti dagur réttarhalda yfir söngkonunni frægu.

Knattspyrnukappinn Gerard Piqué, fyrrverandi eiginmaður Shakiru, hefur einnig lent í vandræðum er varða skattamál en árið 2019 var hann dæmdur fyrir skattsvik.

mbl.is