Starfsfólk OpenAI hótar að hætta

Sam Altman (til hægri) og Emmeth Shear, núverandi forstjóri OpenAI, …
Sam Altman (til hægri) og Emmeth Shear, núverandi forstjóri OpenAI, á samsettri mynd. AFP/Andrew Caballero-Reynolds og Steve Jennings

Hundruð starfsmanna fyrirtækisins OpenAI, sem þróar gervigreindarlíkanið ChatGPT, hafa skrifað undir bréf þar sem þeir hóta því að yfirgefa fyrirtækið nema „allir núverandi stjórnarmenn segi af sér”.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu.

Ástæðan fyrir undirskriftalistanum er sú að stjórnin ákvað óvænt að reka forstjórann Sam Altman á föstudaginn. Hann hefur núna verið ráðinn til Microsoft.

Sími og fartölva sem sýna vörumerki OpenAI og ChatGPT.
Sími og fartölva sem sýna vörumerki OpenAI og ChatGPT. AFP/Marco Bertorello
mbl.is