„Þessir menn munu komast heim“

Björgunarmenn grafa nú ný göng til að komast að 41 manni föstum í vegagöngum síðan 12. nóvember í Uttarakhand-ríki í norðanverðum Himalajafjöllum.

Göngin eru hluti af miklum samgöngubótum sem Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur fyrirskipað til að bæta bæði aðgengi milli vinsælla ferðamannastaða Hindúa og strategískra svæða við landamærin við Kína.

Mikil vinna unnin síðasta sólarhringinn

Arnold Dix, forseti Alþjóðajarðgangasambandsins, sagði í samtali við fréttamenn á vettvangi að gríðarmikil vinna hefði verið unnin síðasta sólarhringinn.

„Þessir menn munu komast heim. Þeir munu komast heim og björgunarmenn verða öruggir einnig.“

mbl.is