Birtu myndskeið af aftöku ungrar konu

Um 1.200 manns, aðallega almennir borgarar, voru myrtir í hryðjuverkaárás …
Um 1.200 manns, aðallega almennir borgarar, voru myrtir í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael 7. október. AFP/Oren ZIV

Ísrael birti í gær upptökur úr öryggismyndavélum frá 7. október, deginum sem hryðjuverkasamtökin Hamas réðust inn í Ísrael.

Upptökurnar sýna byssumenn Hamas elta fólk og taka síðan konu af lífi.

Fólkið sem sést flýja á upptökunni var að hlaupa frá tónlistarhátíð þar sem Hamas-liðar frömdu fjöldamorð. Flest fórnarlömbin voru almennir borgarar.

Í lok myndskeiðsins, í bakgrunni, situr ein kvennanna sem verið er að elta á jörðinni. Augnabliki síðar lyftir Hams-liði riffli sínum og skýtur af stuttu færi á konuna sem fellur í jörðina.

Fréttamiðillinn Reuters hefur staðfest hvar myndskeiðið var tekið upp, nálægt samyrkjubúinu Kibbutz Alumim.

mbl.is

Bloggað um fréttina