Fundu marga lausa bolta í vélum Alaska Airlines

Flugvél Alaska Airlines.
Flugvél Alaska Airlines. AFP/Patrick T. Fallon

Forstjóri Alaska Airlines segir að innanhússrannsókn á flugvélum flugfélagsins af tegundinni Boeing 737 Max 9 hafi leitt í ljós að „margir" lausir boltar fundust í vélunum.

Fyrr í mánuðinum brotnaði hleri af einni af Max 9-vélum Alaska Airlines í háloftunum en engin slys urðu á fólki.

Í viðtali við NBC News greindi forstjóri Alaska Airlines, Ben Minicucci, frá niðurstöðum úr innanhússrannsókninni hjá flugfélaginu.

„Ég er meira en pirraður og vonsvikinn,” sagði hann. „Ég er reiður. Þetta kom fyrir Alaska Airlines. Þetta kom fyrir gestina okkar og þetta kom fyrir fólkið okkar. Og – mín krafa gagnvart Boeing snýr að því hvað þau ætla að gera til að bæta gæðin hjá sér,” bætti hann við.

Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu 171 Boeing 737 Max 9-vél eftir atvikið 5. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert