Grunaður um stuld á um 7.000 vínflöskum

Maðurinn er grunaður um stuld á flöskunum, en sumar þeirra …
Maðurinn er grunaður um stuld á flöskunum, en sumar þeirra eru að andvirði 1.000 evr, um 150.000 króna. mbl.is/Shutterstock

56 ára gamall maður frá Búrgúndíhéraði Frakklands hefur verið handtekinn eftir að um 7.000 vínflöskur fundust á heimili hans og móður hans. Flöskurnar eru samtals að andvirði 500.000 evrur eða tæplega 75 milljónir króna.

Maðurinn er grunaður um að hafa stolið flöskunum yfir 15 ára tímabil. 

Öryggismyndavél felldi hann

Héraðsmiðillinn Journal de Saone-et-Loire greindi fyrst frá málinu, en samkvæmt miðlinum var maðurinn gómaður á upptöku öryggismyndavélar að hnupla fjórum vínflöskum frá vinnuveitanda sínum. 

Við leit í húsi hans og móður hans fundust flöskurnar fjórar og tæplega 7.000 vínflöskur með víni úr þrúgum sem höfðu verið ræktaðar nálægt heimabæ hans, Beanue. 

Stakar flöskur að andvirði 1.000 evra 

Meðal þeirra flaskna sem fundust við leit lögreglunnar voru sjaldgæfir árgangar frá framleiðendum í Vosne-Romanee. Ein slík flaska getur kostað liðlega 1.000 evrur, tæpar 150.000 krónur. 

Aftur á móti er ekkert sem bendir til þess að maðurinn hafi selt flösku úr safni sínu. 

Maðurinn er laus úr varðhaldi gegn tryggingu, en mun mæta fyrir dóm í sumar samkvæmt saksóknara í borginni Dijon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert