Fundu Michael Mosley á upptöku

Mosley, þekktur sjónvarpslæknir í Bretlandi, hvarf í gær.
Mosley, þekktur sjónvarpslæknir í Bretlandi, hvarf í gær. Mynd: Wikimedia Commons.

Upptaka úr öryggismyndavél sýnir Michael Mosley ganga fram hjá kaffihúsi á grísku eyjunni  Symi tuttugu mínútum eftir að hann kvaddi eiginkonu sína á Agios Nikolaos-ströndinni. 

Leit stendur yfir á grísku eyjunni eftir að Mosley, þekktur sjónvarpslæknir í Bretlandi, hvarf í gær. 

Telegraph greinir frá. 

Börn Mosley mætt til eyjunnar

Upptakan sýnir enga sýnilega áverki á Mosley á leið sinni framhjá kaffihúsin. Blue Corner-kaffihúsið er staðsett í bænum Pedi.

Ekki er vitað hvort að Mosley hafi verið á leið aftur til bæjarins Symi á samnefndu eyjunni, þar sem að hann og eiginkona hans dvöldu.

Börn Mosley eru mætt til eyjunnar til þess að aðstoða við leitina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert