Leit að Michael Mosley stendur enn yfir

Dr. Michael Mosley.
Dr. Michael Mosley. Mynd: Wikimedia Commons.

Dr. Clare Bailey Mosley, eiginkona Dr. Michael Mosley, greindi frá því í dag að leit að eiginmanni hennar standi enn yfir.

„Leitin stendur enn yfir og við fjölskyldan erum svo einstaklega þakklát fyrir fólkið á Symi og grískum yfirvöldum ásamt bresku ræðismannaskrifstofunni sem vinna dag og nótt til að finna Michael,“ sagði í yfirlýsingu hennar. 

Þá sagði hún að dagarnir eftir hvarf Michael hafi verið einstaklega langir og erfiðir, en að fjölskyldan myndi ekki missa vonina um að hann myndi finnast á lífi. 

Sást á öryggismyndavél

Mosley er 67 ára gamall breskur sjónvarpslæknir og rithöfundur. Ekkert hefur spurst til hans síðan á miðvikudag. Hann fór í göngutúr á grísku eyjunni Symi um hádegisbil þann dag og skyldi símann sinn eftir á gististað sínum. 

Í gær var greint frá því að hann sást á upptöku öryggismyndavélar ganga framhjá kaffihúsi á grísku eyjunni,20 mínútum eftir að hann kvaddi eiginkonu sína á Agios Nikolaos-ströndinni á miðvikudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert