Lést degi áður en sonurinn kom heim

Almog Meir Jan hittir fjölskyldu sína á ný við heimkomu …
Almog Meir Jan hittir fjölskyldu sína á ný við heimkomu til Ísraels. Faðir hans lést degi áður en hann kom heim. AFP/Ísraelski herinn

Faðir eins þeirra gísla sem Ísraelsher bjargaði í gær lést úr hjartaáfalli degi áður en sonur sinn skilaði sér heim. Hann hafði þá ekki hitt son sinn í 9 mánuði.

Almog Meir Jan var einn þeirra gísla sem var bjargað úr haldi Hamas samtakanna í gær eftir að hafa verið í haldi síðan Hamas-samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október. 

Ísraelsher bjargaði fjórum gíslum í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja  herinn hafi drepið allt að 274 Palestínumenn í björgunaraðgerðinni. 

Jarðsunginn í dag

Yossi Jan, faðir drengsins, er sagður hafa verið vakinn og sofin yfir syni sínum síðan hann var tekinn. Systir Yossi ræddi við fjölmiðla í dag og sagði „þegar von hans á að sjá son sinn dvínaði brást hjartað hans, bróðir minn lést úr sorg og fékk ekki að sjá son sinn aftur.“

Yossi Jan verður jarðsunginn seinnipartinn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert