Versalahöll rýmd

Viðbragðsaðilar slökktu eldinn með fötu af vatni.
Viðbragðsaðilar slökktu eldinn með fötu af vatni. AFP

Eldur braust út við Versalahöll í Frakklandi í dag og þurfti að rýma höllina um stundarsakir. Um hundrað slökkviliðsmenn mættu á vettvang.

Eldurinn kom upp á framkvæmdasvæði nærri þaki aðalbyggingarinnar. Engar skemmdir urðu á munum eða slys á fólki.

Viðbragðsaðilum tókst að slökkva eldinn fljótt með fötu af vatni og urðu einhverjir þeirra eftir til þess að tryggja að fleiri eldar myndu ekki brjótast út vegna framkvæmdanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert