Akrópólishæð lokað vegna hitabylgju

Akropolis í Aþenu verður lokað vegna hitabylgjunnar.
Akropolis í Aþenu verður lokað vegna hitabylgjunnar. AFP/Stringer

Akropolishæð, sem er fjölsóttasti ferðamannastaður Grikkklands, verður lokuð í dag fyrir almenningi á heitustu tímum dagsins sökum hitabylgju sem gengur yfir landið. 

Hitabylgjan á að ná hámarki í dag og á morgun, en búist er við allt að 43 stiga hita.

Skólar verða einnig lokaðir í nokkrum landshlutum í dag og á morgun og hefur gríska vinnumálaráðuneytið ráðlagt opinberum starfsmönnum að vinna að heiman. 

Loftræstur salur í neðanjarðarlestarstöð í miðborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands, hefur verið opnaður til að almenningur geti leitað þar skjóls fyrir hitanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert