Heita því að efla árásir á Ísrael

Rústir í Lebanon eftir árásir Ísraelshers 6. júní.
Rústir í Lebanon eftir árásir Ísraelshers 6. júní. AFP/Mahmoud Al-Zayyat

Háttsettur embættismaður innan Hisbollah hét því að herða árásir samtakanna í Ísrael, í jarðarför ofurstans Taleb Sami Abdallah, í dag.

Abdallah féll í loftárásum Ísraela í Suður-Líbanon í gær. 

„Við munum efla styrk, kraft, magn og gæði árása okkar,“ sagði Hashem Safieddine, embættismaður Hisbollah, í jarðarför Abdallah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert