Þungir dómar í Hollandi

Peter R de Vries.
Peter R de Vries. AFP

Þrír menn hlutu í dag þunga fangelsisdóma fyrir morðið á hollenska rannsóknarblaðamanninum Peter R. de Vries, sem var myrtur á götu í Amsterdam fyrir þremur árum.

Hollenskur dómstóll dæmdi Hollending og Pólverja í 28 ára fangelsi. Hollendingurinn var dæmdru fyrir að myrða blaðamanninn og Pólverjinn fyrir að aka bifreiðinni sem þeir notuðu til að flýja af vettvangi.

Þá var annar pólskur maður dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir hlutverk sitt að skipuleggja morðið.

Saksóknarar höfðu farið fram á lífstíðarfangelsi yfir þremenningunum, sem nefndir eru Delano G. frá Hollandi og Kamil E.  Krystian M. frá Póllandi. 

Dómstóllinn sakfelldi þrjá aðra menn fyrir aðild að morðinu og dæmdi þá í 10 til 14 ára í fangelsi.

De Vries , sem var 64 ára gamall, var hvað þekktastur fyrir að hafa komið upp um glæpagengi og eiturlyfjahringi og þá hafði hann aðstoðað lögreglu við rannsókn fjölmargra áberandi sakamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert