Vilja að Danir sleppi rússneskri konu úr haldi

Konan er sögð hafaf þegið greiðslur úr Prafond.
Konan er sögð hafaf þegið greiðslur úr Prafond. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi krefjast þess að Danir sleppi rússneskri konu úr haldi lögreglu sem var handtekin í Danmörku vegna gruns um njósnir. 

„[Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn] krefur stjórnvöld í Danmörku um að sleppa samlanda sínum úr haldi,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu.

Pravfond-sjóðurinn

Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rússnesk kona hefði verið handtekin og kærð fyrir að aðstoða erlendum leyniþjónustum að vinna í Danmörku. 

„Málið hefur tengsl við umfjöllun ýmissa evrópskum fjölmiðla um rússneskan sjóð og tengist ekki nýloknum kosningum til Evrópuþings,“ hefur ríkismiðillinn eftir yfirlýsingu frá leyniþjónustu Danmerkur.

DR segist hafa heimildir fyrir því að að konan hafi hlotið greiðslur úr Pra­v­fond, rússneskum sjóði sem er nýtt­ur til þess að fjár­magna rúss­nesk­an áróður og brot gegn viðskipta­banni lands­ins um alla Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert