89 ára Japani býr til öpp fyrir eldri borgara

Japaninn Tomiji Suzuki, sem er 89 ára, byrjaði að forrita eftir að hann settist í helgan stein. Núna býr hann til öpp fyrir eldri kynslóðina í Japan, sem fer ört vaxandi.

Hingað til hefur Suzuki búið til 11 ókeypis smáforrit fyrir Iphone til að hjálpa eldri borgurum. Það nýjasta sýnir myndir af hlutum sem þeir þurfa að muna eftir þegar þeir fara út úr húsi, þar á meðal af veski og heyrnartækjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert