Alvarlega særður eftir árás Húta

Hútar hafa ráðist á mörg flutningaskip á Rauðahafi upp á …
Hútar hafa ráðist á mörg flutningaskip á Rauðahafi upp á síðkastið. Mynd úr myndasafni. AFP

Sjómaður er alvarlega særður eftir að tvö flugskeyti frá Hútum hæfðu flutningaskip í Aden-flóa, suður af Jemen.

Bandaríski herinn segir sjómanninn hafa verið fluttan burt af bandarískum hersveitum.

Eldsvoði um borð

Skipið sem varð fyrir árásinni, M/V Verbena, er siglt undir hentifána Pala í Kyrrahafi, í eigu Úkraínu.

Í kjölfar árásarinnar tilkynnti yf­ir­stjórn Banda­ríkja­hers í Miðaust­ur­lönd­um (CENTCOM) um skemmdir og eldsvoða um borð í skipinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert