Aftur til Svíþjóðar eftir tæpa 800 daga í haldi í Íran

Svíinn Johan Floderus fer heim til Svíþjóðar í dag eftir …
Svíinn Johan Floderus fer heim til Svíþjóðar í dag eftir 790 daga í fangelsi í Íran. AFP/Amis Abbas Ghasemi

Fangaskipti eiga sér stað í dag á milli stjórnvalda í Svíþjóð og Íran. Svíarnir Johan Floderus og Saeed Azizi verða látnir lausir gegn því að Íraninn Hamid Noury, sem er fangelsaður í Svíþjóð, verði einnig látinn laus.

Johan Floderus embættismaður hefur verið í haldi í Íran síðan í apríl 2022. Hann átti yfir höfði sér dauðarefsingu vegna ákæru um njósnir. Saeed Azizi var handtekinn í nóvember 2023.

„Sem forsætisráðherra ber ég sérstaka ábyrgð á öryggi sænskra ríkisborgara. Ríkisstjórnin hefur því unnið að málinu ásamt sænsku öryggisþjónustunni sem hefur samið við Íran," segir í tilkynningu frá Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Tók þátt í fjöldaaftökum í Íran

Tilkynningin bar saman við yfirlýsingu frá Íran um að Hamid Noury, fyrrverandi íranskur fangavörður sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð, hefði verið látinn laus og myndi snúa aftur til Íran fljótlega.

Noury, sem er 62 ára, fékk lífstíðardóm í Svíþjóð fyrir þátt sinn í fjöldaaftökum í Íran árið 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert