Festust á hvolfi í 30 metra hæð

Tækið sem fólkið festist í var eins konar sleggja. Mynd …
Tækið sem fólkið festist í var eins konar sleggja. Mynd úr safni. AFP

28 manns festust á hvolfi í um 30 metra hæð í tívolítæki í skemmtigarði Oregon fylkis í Bandaríkjunum í gær. Sky News greindi frá.

Einn var fluttur á sjúkrahús í varúðarskyni vegna undirliggjandi sjúkdóma. Annars slasaðist enginn en fólkið þurfti hanga á hvolfi í einhverjar mínútur.

Tækið var rétt af af slökkviliðinu í Portland, Oregon og starfsfólki garðsins.

Tækið hefur verið í notkun síðan árið 2021 og var þetta fyrsta óhappið í því. Tækinu verður lokað þangað til annað kemur í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert