Minnst átta særðir eftir skotárás í almenningsgarði

Myndin er frá vettvangi árásarinnar.
Myndin er frá vettvangi árásarinnar. AFP/Bill Pugliano

Minnst átta slösuðust í skotárás í almenningsgarði Michigan-ríki í Bandaríkjunum í gær. Á meðal hinna slösuðu eru tvö börn, annað þeirra er alvarlega slasað.

Lögreglan telur að árásin hafi verið tilviljunarkennd.

New York Times greinir frá.

Tvö börn særðust í árásinni.
Tvö börn særðust í árásinni. AFP/Jeff Kowalsky

Bjó hjá móður sinni

Sá sem er talinn hafa framið árásina var 42 ára gamall karlmaður. Hann fannst látinn á heimili nálægt garðinum. Maðurinn bjó hjá móður sinni og segir lögreglan hann greinilega hafa glímt við geðræn vandamál.

Á meðal hinna slösuðu eru átta ára drengur sem var skotinn í höfuðið og 39 ára kona sem fékk skot í magann og fótlegg. Þau eru bæði alvarlega særð. Drengurinn, konan og hitt barnið sem slasaðist eru tengd fjölskylduböndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert