Minnst átta slösuðust í skotárás í almenningsgarði Michigan-ríki í Bandaríkjunum í gær. Á meðal hinna slösuðu eru tvö börn, annað þeirra er alvarlega slasað.
Lögreglan telur að árásin hafi verið tilviljunarkennd.
New York Times greinir frá.
Sá sem er talinn hafa framið árásina var 42 ára gamall karlmaður. Hann fannst látinn á heimili nálægt garðinum. Maðurinn bjó hjá móður sinni og segir lögreglan hann greinilega hafa glímt við geðræn vandamál.
Á meðal hinna slösuðu eru átta ára drengur sem var skotinn í höfuðið og 39 ára kona sem fékk skot í magann og fótlegg. Þau eru bæði alvarlega særð. Drengurinn, konan og hitt barnið sem slasaðist eru tengd fjölskylduböndum.