Tveir létust í skotárás á tónlistarhátíð

Myndin er í Old Settlers Park.
Myndin er í Old Settlers Park. Skjáskot/Round Rock Parks

Tveir létust í skotárás í almenningsgarðinum Old Settlers Park í borginni Round Rock í Texas í Bandaríkjunum í gær. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Lögreglan í Round Rock greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Tónlistarhátíð fór fram í almenningsgarðinum í gær. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru tónlistarmennirnir Paul Wall og Lloyd. Hátíðin byrjaði kl. 17 á staðartíma og átti að ljúka á miðnætti. 

Átök milli tveggja hópa

Um ellefuleytið hófst skothríðin vegna átaka milli tveggja hópa. Eins og segir létust tveir í árásinni, en þeir voru ótengdir átökunum. Þá slasaðist fjöldi annarra gesta hátíðarinnar.

Þeir sem tóku þátt í átökunum flúðu vettvang og hefur lögregla ekki handtekið neinn í tengslum við málið.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert