Fólk inni í húsi sem skotið var á

Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. AFP

Fjórir karlmenn hafa verið handteknir í Svíþjóð eftir skotárás á íbúðarhúsnæði í Södertälje, vestan við Stokkhólm.

Árásin átti sér stað síðdegis í gær og er þeir handteknu grunaðir um tilraun til manndráps.

Daniel Wikhdal, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, greindi frá því við fjölmiðla að nokkrar byssukúlur hefðu hæft húsið og að fólk hafi verið inn í því á meðan skotárásinni stóð.

Engar fregnir hafa borist um mannskaða í árásinni. 

SVT greinir frá.

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald

„Fjórir fullorðnir karlmenn hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um tilraun til manndráps. Mér skilst að þeir hafi verið handteknir skömmu eftir atvikið,“ sagði Carina Skagerlind, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, í samtali við SVT í morgun.

Í gær sagði lögreglan að grunur léki á að atvikið tengdist annarri glæpastarfsemi.

„Við höfum unnið hörðum höndum að þessu máli síðan í gær. Lögreglan í Södertälje hefur góða þekkingu á því hvernig glæpir líta út á þessu svæði og virðist hafa gott vald á þessu atviki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert