Pútín fundar með forseta Víetnams

Pútín á fundi sínum með To Lam í morgun.
Pútín á fundi sínum með To Lam í morgun. AFP/Minh Hoang

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hitti To Lam, forseta Víetnam í morgun í opinberri heimsókn sinni til Hanoi.

Forsetarnir tveir munu ræða saman í víetnömsku höfuðborginni.

Síðar mun Pútín eiga fund með öðrum háttsettum Víetnömum, þar á meðal hinum valdamikla Nguyen Phu Trong, aðalritara Kommúnistaflokks Víetnams.

To Lam (til hægri) á fundi með Pútín í morgun.
To Lam (til hægri) á fundi með Pútín í morgun. AFP/Minh Hoang

Ferðalagið til Víetnams er hluti af ferð Pútíns um Austur-Asíu. Fyrsta stoppið var í Norður-Kóreu þar sem hann og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu varnarsamning.

Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Víetnama fyrir að bjóða Pútín til landsins og veita honum svigrúm til að óska eftir stuðningi vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert