Drónar og þyrlur notaðar við leitina á Tenerife

Jay Slater er enn saknað.
Jay Slater er enn saknað.

Ekkert hefur spurst til hins 19 ára Jay Slater sem hvarf á mánudaginn á Tenerife. Nota viðbragðsaðilar m.a. dróna og leitarhunda við leitina, auk þess sem þyrlusveit hefur aðstoðað.

Slater var ásamt vinum sínum á ferðalagi um eyjuna til þess að sækja NRG-tónleikahátíðina en síðast spurðist til hans í Rural de Teno-þjóðgarðinum á norðvest­ur­hluta Teneri­fe.

Ætlaði að taka Strætó

Sjónarvottur sem sá Jay síðast, Medina Hernandez, sagði í samtali við Sky news að hún hefði séð hann klukkan átta að morgni.

Hann hafi spurt hana klukkan hvað strætisvagninn gengi að bænum þar sem hann gisti. Hún hafi síðar séð hann ganga rösklega í burtu, en ekki séð hann eftir það.

Hann hafi aftur á móti tjáð vinum sínum að hann ætlaði að ganga frá Rural de Teno-þjóðgarðinum aft­ur á hót­elið, eftir að hann missti af réttum strætisvagni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert