Fimm látnir og tugir slasaðir eftir gróðurelda

Fimm eru látnir og tugir slasaðir í Tyrklandi.
Fimm eru látnir og tugir slasaðir í Tyrklandi. AFP

Fimm eru látnir og tugir slasaðir, þar af tíu alvarlega, eftir að gróðureldar kviknuðu í þó nokkrum þorpum í suðausturhluta Tyrklands í samfélagi Kúrda í nótt.

Heilbrigðisráðherra Tyrklands, Fahrettin Koca, greindi frá þessu.

Fahrettin Koca.
Fahrettin Koca. Ljósmynd/Wikipedia.org

Ljósmyndir á samfélagsmiðlum sýndu mikinn eld lýsa upp næturhimininn og var reykjarmökkurinn mikill í loftinu.

Að sögn Koca slösuðust 44 manneskjur. Fjögur teymi viðbragðsaðila voru send á vettvang ásamt 35 sjúkrabílum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert