NATO stóreykur viðbragð í Noregi

Norsk orrustuþota af gerðinni F-35 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Norðmenn …
Norsk orrustuþota af gerðinni F-35 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Norðmenn vilja geyma slíkar vélar í skýlum inni í fjallshlíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna er að hefjast við miklar endurbætur á herflugvellinum Rygge í suðurhluta Noregs. Munu Bandaríkin fjárfesta þar fyrir minnst 200 milljón dollara á komandi misserum.

Tilgangurinn er að stórauka þar viðbragð og getu flugherja Bandaríkjanna, Noregs og Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að bregðast við versnandi öryggisástandi í Evrópu. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon.

Talsmaður verkfræðideildar Bandaríkjahers segir stefnt að því að hefja framkvæmdir á Rygge-stöðinni strax á komandi mánuðum. Munu þær m.a. fela í sér stóraukið öryggi með flugvellinum í heild sinni, stærri skotfæra- og sprengjugeymslur en fyrir eru, flugskýli fyrir enn fleiri orrustuþotur og húsakost fyrir hundruð flug- og viðhaldsmanna. Einnig verða reistar eldsneytisgeymslur ofanjarðar fyrir bæði loftför og ökutæki. Á þetta að auðvelda herflugvélum NATO að athafna sig frá Noregi, en að baki þessari miklu uppbyggingu býr sameiginlegt hættumat Bandaríkjanna og Noregs eftir innrásarstríð Rússlands í Úkraínu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert