Þjóðverjar handtaka þrjá vegna gruns um njósnir

Þrír menn voru handteknir vegna gruns um njósnir í Þýskalandi.
Þrír menn voru handteknir vegna gruns um njósnir í Þýskalandi. AFP/Daniel Sannum Lauten

Þýskir saksóknarar tilkynntu í dag að þrír menn hefðu verið handteknir vegna gruns um að þeir hefðu stundað njósnir fyrir erlenda leyniþjónustu. Mennirnir þrír eru frá Úkraínu, Rússlandi og Armeníu. 

Mennirnir voru handteknir á miðvikudag í Frankfurt þar sem þeir eiga að hafa verið að reyna að safna upplýsingum um Úkraínumann sem dvaldi í Þýskalandi.

Mennirnir höfðu samband við viðkomandi og stungu upp á fundi á kaffihúsi í Frankfurt. Úkraínumanninum fannst atvikið grunsamlegt og tilkynnti mennina til lögreglunnar. 

Grunaðir um að vinna fyrir Rússland 

Samkvæmt umfjöllun þýska vikublaðsins Der Spiegel eru þeir grunaðir um að starfa fyrir Rússland. 

Stjórnvöld Þýskalands hafa afhjúpað fjölmörg njósnamál síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert