Aðgerðasinnarnir neita sök

Myndin er tekin af öðrum aðgerðarsinnanum þegar hún hafði lokið …
Myndin er tekin af öðrum aðgerðarsinnanum þegar hún hafði lokið við að spreyja gulri málningu á einkaflugvél. AFP/Just Stop Oil

Aðgerðasinnunum tveimur, sem sakaðir eru um að hafa valdið refsiverðu tjóni á Stansted-flugvellinum í Bretlandi á fimmtudag, var í dag neitað um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. 

Aðgerðasinnarnir tveir, þær Jennifer Kowalski og Cole Macdonald, eru hjón sem eru hluti af aðgerðasinnahópnum Just Stop Oil.

Eru þær sakaðar um að hafa ruðst inn á Stansted-flugvöllinn á fimmtudag og sprautað appelsínugulri málningu á einkaþotur á vellinum.

Þegar konurnar voru leiddar fyrir dómara neituðu þær fyrir að hafa valdið tjóninu sem er metið á 52.000 breskra punda, eða rúmlega níu milljónir íslenskra króna. 

Neituðu öllum sakargiftum 

Kowalski og Macdonald voru jafnframt ákærðar fyrir innbrot og fyrir að hafa valdið truflun á innviðum landsmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu.

Konurnar neituðu öllum sakargiftum. 

Aðgerðasinnahópurinn segir ástæðu þess að konurnar létu til skarar skríða á fimmtudaginn hafa verið vegna þess að einkaflugvél bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift var á flugvellinum.

Swift hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að ferðast mikið með einkaþotu.

Lög­regl­an í Essex sagði flug­vél Swift þó ekki hafa verið á flug­vell­in­um þegar at­vikið átti sér stað þó hún sé vissulega á tónleikaferðalagi í Bretlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert