Einn látinn og tveggja saknað í Sviss

Flóðið í Sviss hófst á föstudaginn.
Flóðið í Sviss hófst á föstudaginn. AFP/Piero Cruciatti

Maður fannst í dag látinn eftir flóð í bænum Misox í suðausturhluta Sviss sem hófst á föstudaginn. Tveggja er enn saknað.

Hann fannst átta kílómetrum frá staðnum sem hann hvarf.

Kona sem var saknað fannst á lífi í gær en talsmaður lögreglunnar segir að líkurnar á að finna þau sem enn er saknað á lífi séu litlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert