Fannst látin í sundlaug

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. mbl.is/Riggwelter

75 ára gömul kona fannst látin í Sköndal í suðurhluta Stokkhólms í Svíþjóð í nótt. Maður á sama aldri sem var á vettvangi var handtekinn grunaður um morð.

Aftonbladet segir að konan haf fundist látin í sundlaug en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það.

„Okkur var gert viðvart í nótt um látinn einstakling. Endurlífgun var beitt en ekki tókst að bjarga lífi viðkomandi,“ segir Daniel Wikdahl, talsmaður lögreglunnar.

Hinn handtekni átti í nánum tengslum við konuna en lögreglan segir að núna sé mikilvægt að rannsaka dánarorsök og kanna hvort það hafi verið framinn glæpur eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert