30 ár og himinháar bótagreiðslur

Matapour fylgt inn í dómsalinn í Ósló við upphaf réttarhaldanna …
Matapour fylgt inn í dómsalinn í Ósló við upphaf réttarhaldanna í mars. Ólíklegt er að hann eigi nokkurn tímann afturkvæmt úr norsku fangelsi eftir 30 ára dóm í dag með framlenginarmöguleika gegnum svokallað forvaring-úrræði. AFP/Lise Åserud

Norsk-íranski hryðjuverkamaðurinn Zaniar Matapour hlaut nú fyrir skömmu 30 ára fangelsisdóm, þyngstu fangelsisrefsingu sem dæmd hefur verið í sögu Noregs, fyrir Héraðsdómi Óslóar. Auk þess er honum gert að greiða fórnarlömbum sínum, eða aðstandendum þeirra, 111 milljónir króna, jafnvirði tæplega eins og hálfs milljarðs íslenskra króna.

Er dómurinn með forvaring-fyrirkomulagi sem táknar að unnt verður að halda Matapour bak við lás og slá til dauðadags en það er sams konar fyrirkomulag og annar þekktur hryðjuverkamaður í Noregi, Anders Behring Breivik, afplánar sína refsingu eftir.

Hlaut málflutningur Aud Kinsarvik Gravås saksóknara þar með hljómgrunn hjá dómurum héraðsdóms þar sem ákæruvaldið krafðist frá upphafi 30 ára refsingar með stoð í nýjum hegningarlagaákvæðum um hryðjuverkamenn frá árinu 2015.

Verjandi Matapours hefur þegar ráðlagt honum að áfrýja dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert