Attal tilkynnir afsögn sína sem forsætisráðherra

Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ræddi við fjölmiðla fyrir skömmu.
Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ræddi við fjölmiðla fyrir skömmu. AFP

Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun, mánudag. BBC greinir frá.

„Í kvöld, þrátt fyrir að Ensemble [miðjubandalag Emmanuels Macrons Frakklandsforseta] hafi unnið þrisvar sinnum fleiri sæti en var spáð, þá náðum við ekki meirihluta,“ sagði Attal í kvöld.

„Í fyrramálið mun ég því skila uppsögn minni til forseta lýðveldisins,“ sagði Attal. Hann sagði þó að hann myndi vinna starf sitt á meðan þörf er á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert