Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun, mánudag. BBC greinir frá.
„Í kvöld, þrátt fyrir að Ensemble [miðjubandalag Emmanuels Macrons Frakklandsforseta] hafi unnið þrisvar sinnum fleiri sæti en var spáð, þá náðum við ekki meirihluta,“ sagði Attal í kvöld.
„Í fyrramálið mun ég því skila uppsögn minni til forseta lýðveldisins,“ sagði Attal. Hann sagði þó að hann myndi vinna starf sitt á meðan þörf er á.