Kennari í Sádi-Arabíu var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum.
Í færslunum, sem hann birti meðal annars á samfélagsmiðlinum X, gagnrýndi hann meðal annars umbótaáætlun Sádi-Arabíu, Vision 2030.
Hinn 47 ára gamli kennari Asaad al-Ghamdi var handtekinn í nóvember 2022, á heimili sínu í borginni Jeddah.
Asaad var sakfelldur þann 29. maí af sérstökum sakamáladómstóli Sádi-Arabíu, en dómstóllinn var stofnaður árið 2008 til að dæma þá sem sakaðir eru um hryðjuverk í landinu.
Mohamaad, bróðir Asaad, var í fyrra dæmdur til dauða af dómstólum í Sádi-Arabíu, fyrir að hafa á samfélagsmiðlum fordæmt meinta spillingu og mannréttindabrot ríkisstjórnarinnar.