Maður drepinn á hótelherbergi í Kaupmannahöfn

Maður var myrtur á Scandic-hótelinu í Kaupmannahöfn í nótt.
Maður var myrtur á Scandic-hótelinu í Kaupmannahöfn í nótt. Ljósmynd/Vefur dönsku lögreglunnar

42 ára gamall karlmaður fannst látinn á Scandic-hótelinu í Kaupmannahöfn í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn en TV2 greinir frá þessu. 

33 ára gamall danskur karlmaður var handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morðið á manninum, sem er ekki af dönsku bergi brotinn. Daninn gaf sig fram við lögreglu og viðurkenndi að hafa orðið manninum að bana.

Klukkan 2.51 að dönskum tíma, eða kl. 0.51 að íslenskum tíma, kom maðurinn til lögreglunnar í Bellahøj og sagðist hafa myrt mann á Scandic-hótelinu.

Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún hinn látna í einu af herbergjum hótelsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert