Breskur tannlæknir hefur verið ákærður fyrir manndráp vegna andláts 68 ára gamals sjúklings sem undirgekkst tannígræðslu hjá honum 3. júlí árið 2023 í Frakklandi.
Tannlækninum var óheimilt að starfa í Bretlandi að sögn saksóknara og fluttist þess vegna til Frakklands til að starfa. Honum er bannað að stunda tannlækningar í Frakklandi eftir að málið kom upp og er í farbanni.
Sjúklingurinn lést daginn eftir aðgerðina úr hjartastoppi á sjúkrahúsi í Bordeaux. Hann var ellilífeyrisþegi sem ákvað að fara í aðgerðina á meðan hann heimsótti börnin sín sem búa í Gironde í Frakklandi.
Auk tannlæknisins hefur annar tannlæknir og aðstoðarmaður þeirra beggja verið ákærðir fyrir að hafa ekki aðstoðað sjúklinginn. Þeir eru jafnframt í farbanni.