43 manns dæmdir í lífstíðarfangelsi

84 manns voru meðal sakborninga í réttarhöldunum.
84 manns voru meðal sakborninga í réttarhöldunum. AFP

Dómstóll í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 43 einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir grun um tengsl við hryðjuverkasamtök. 

Á meðal 84 sakborninga sem leiddir voru fyrir dómstólinn í Abú Dabí voru gagnrýnendur stjórnvalda og mannréttindaaðgerðarsinnar og er talið að fjöldi þeirra hafi nú þegar setið í fangelsi síðan sambærileg réttarhöld voru haldin árið 2013.

Mannréttindasamtök og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt réttarhöldin, sem hófust í desember, og saka stjórnvöld að hafa tekið of hart á andófi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert