Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun

Talið er að Towey hafi starfað sem flugfreyja og sé …
Talið er að Towey hafi starfað sem flugfreyja og sé með aðsetur í Dúbaí. AFP/Giuseppe Cacace

28 ára gömul írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir sjálfsvígstilraun og neyslu áfengis.

Simon Harris, forsætisráðherra Íra, ætlar að skoða hvernig stjórnvöld geta beitt sér í málinu. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Fórnarlamb heimilisofbeldis

Þingkonan Mary Lou McDonald tók málið upp á írska þinginu í gær. Þar greindi hún frá því að vegabréf hinnar 28 ára gömlu Tori Towey hafi verið tekið af henni og hún hafi verið sett í farbann. Þá sagði hún Towey vera fórnarlamb grófs heimilisofbeldis. 

Simon Harris forsætisráðherra þakkaði McDonald fyrir að vekja athygli á málinu og sagðist ætla skoða hvernig stjórnvöld gætu hjálpað Towey.

Talið er að Towey hafi starfað sem flugfreyja og sé með aðsetur í Dúbaí, stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert