NATO stofnar netöryggismiðstöð

Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem er haldinn þessa dagana.
Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem er haldinn þessa dagana. AFP/Saul Loeb

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt að setja á laggirnar nýja netöryggismiðstöð.

CNN-fréttastofan greinir frá.

Tilgangur miðstöðvarinnar er að vara herforingja innan bandalagsins við nýjum tölvuógnum gegn bandalaginu.

Netöryggismiðstöðin mun meðal annars miðla upplýsingum um tölvuógnir til einkaaðila, þyki það nauðsynlegt til að styðja við hernaðarstarfsemi sambandsins.

Leynileg netkerfi bandalagsins ávallt virk

Tölvukerfi Atlantshafsbandalagsins hafa verið skotmark ýmissa tölvuþrjóta og njósnara. Í síðustu viku lýstu tölvuþrjótar, sem eru hliðhollir Rússum, því að skotmark þeirra væru vefsíður bandalagsins.

„Sérfræðingar okkar í netöryggi hafa á undanförnum dögum fundið meira fyrir tilraunum til að brjótast inn og leka upplýsingum,“ sagði talsmaður bandalagsins í samtali við CNN-fréttastofuna.

„Svipaðir atburðir áttu sér stað á leiðtogafundinum í fyrra, þannig að þetta kemur ekki á óvart. Leynileg netkerfi NATO hafa ávallt verið virk,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert