Opinn fyrir því að skipta út Biden

Chuck Schumer á blaðamannafundi í dag.
Chuck Schumer á blaðamannafundi í dag. AFP

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur gefið það til kynna við fjársterka stuðningsmenn sína að hann sé opinn fyrir því að skipta út Joe Biden sem forsetaefni flokksins í komandi kosningum.

Frá þessu greinir fréttamiðillinn Axios nú í kvöld og segir að leiðtoginn, sem fer fyrir meirihluta öldungadeildarþingmanna, sé einn fárra háttsettra Demókrata sem forsetinn tæki mark á, yrði hann beðinn um að stíga til hliðar.

Fyrrverandi forsetinn Barack Obama er nefndur í sama samhengi auk Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar þingsins.

Hlýtt á hugmyndir síðustu tólf daga

Schumer er sagður hafa hlýtt á hugmyndir styrkgjafa sinna síðustu tólf daga, um hvaða leið sé best fyrir flokkinn, að sögn þriggja heimildarmanna Axios.

Styrkgjafarnir hafi látið í sér heyra bæði fyrir og eftir kappræður Bidens við mótframbjóðandann Donald Trump, þar sem Biden þótti hafa beðið ósigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert