Vill drepa Pútín

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Samsett mynd

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vilja drepa Vladimir Pútín vegna árása Rússa á Úkraínu sem hafa orðið úkraínskum börnum að bana.

Selenskí sagði frá þessu á fundi hjá stofnun Ronalds Reagans í Washington í dag.

„Ég er faðir, forseti og mennskur. Það er svo erfitt að missa fólk og sérstaklega börn. Maður sér foreldra sem missa börnin sín og þú vilt drepa Pútín á þessum tímapunkti, við öll viljum það,“ segir Selenskí á upptöku af fundinum sem Reuters hefur birt.

Fyrr í vikunni skutu Rússar 40 eldflaugum á borgir í Úkraínu að sögn Selenskí og létust 38.

Okmatdit-barnaspítalinn í Kænugarði varð illa úti eftir árásina og hafa tugir sjálfboðaliða, læknar og björgunarsveitarmenn tekið þátt í leit að fórnarlömbunum í rústum sjúkrahússins.

Selenskí sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins og óskar þar eftir auknum stuðningi frá ríkjum bandalagsins. Atlantshafsbandalagið fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert