Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur brugðist við árásinni á kosningafundi Donalds Trumps í kvöld.
„Okkur Söru [eiginkonu Netanjahús] var brugðið við árásina á Trump forseta. Við biðjum fyrir öryggi hans og skjótum bata,“ skrifar Netanjahú á X.
Tveir eru sagðir látnir, meintur árásarmaður og einn gestur á fundinum, samkvæmt fréttafluttningi vestanhafs. Aukinheldur er einn sagður alvarlega særður.
Guðmundur Örn Ragnarsson:
Forsætisráðherra Ísraels, Netanjahú biður fyrir Trump
