Fyrrverandi þingkona skotin til bana

Iryna Farion árið 2022.
Iryna Farion árið 2022. AFP/Yuriy Dyachyshyn

Fyrrverandi þingmaður Úkraínu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gærkvöldi.

Iryna Farion var sextug og gegndi þingmennsku fyrir úkraínska þjóðernisflokkinn Svoboda. Hún vakti reglulega athygli er hún gagnrýndi embættismenn og stjórnendur úkraínska hersins fyrir að tala rússnesku.

Henni var mjög annt um varðveislu úkraínska tungumálsins, en margir Úkraínumenn hafa rússnesku sem móðurmál. 

Skoða tengsl við Rússland

Andriy Sadovyi, borgarstjóri Lvív, greindi frá því á Telegram að Farion lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. 

„Ég hef oft sagt að það er enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans. 

Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. 

Allir angar málsins eru nú til skoðunar, meðal annars eru möguleg tengsl við Rússland til skoðunar, að sögn saksóknara. 

Farion kenndi meðal annars málvísindi í háskóla í Lvív, en missti vinnuna eftir að hún sagðist „ekki geta hringt í“ hermenn sem töluðu rússnesku við Úkraínumenn. 

Hún fékk aftur starfið eftir að hún vann dómsmál vegna uppsagnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert