Bandaríkin senda þotur og skip til Ísraels

Tundurspillar verða sendir frá Bandaríkjunum til Ísraels.
Tundurspillar verða sendir frá Bandaríkjunum til Ísraels. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, hefur tilkynnt að sent verði fleiri herskip og orrustuþotur til Ísraels til að hjálpa landinu að verja sig gegn árásum Írans og bandamanna þess.

BBC greinir frá.

Spennustig orðið hátt

Spennu­stig í Mið-aust­ur­lönd­um er nú gíf­ur­lega hátt eft­ir að leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as, Ismail Haniyeh, og hátt­sett­ur leiðtogi í His­bollah-hryðju­verka­sam­tök­un­um, Fuad Shukr, voru felld­ir.

Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að sendingin muni meðal annars bæta vernd bandarískra herafla, auka stuðning við varnir Ísraels og tryggja að Bandaríkin séu reiðubúin til að bregðast við ýmsum óvæntum aðstæðum.

Innifalið í sendingunni verða frekari eldflaugakerfi með þotunum og tundurspillar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert