Hvetja ríkisborgara sína til að koma sér burt

Ísrael gerði árás á Líbísku borgina Shamaa þann 1. ágúst. …
Ísrael gerði árás á Líbísku borgina Shamaa þann 1. ágúst. Nú hafa bandaríska og breska sendiráðið hvatt ríkisborgara sína til að yfirgefa Líbanon. AFP

Bandaríska sendiráðið í Líbanon hefur hvatt borgara sína á til að yfirgefa Líbanon vegna ótta um allsherjar stríð á milli Ísraels og Hisbollah og víðtækari svæðisbundinna átaka. Hefur breska sendiráðið einnig sagt sínum ríkisborgurum að yfirgefa landið samstundis.

Ekki er langt síðan sendiráð Sviss hvatti ríkisborgara sína til að yfirgefa Líbanon en spennustig í Mið-austurlöndum er nú gífurlega hátt eftir að leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as og hátt­sett­ur leiðtogi í His­bollah-hryðju­verka­sam­tök­un­um voru felld­ir.

Bóka hvaða miða sem er

Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að þó einhverjar tafir og aflýsingar hafi orðið á flugferðum séu enn samgönguleiðir í boði til að yfirgefa landið.

Hvetur sendiráðið alla þá sem vilja yfirgefa landið að bóka hvaða miða sem stendur þeim til boða, jafnvel þó það þýði seinni brottför eða flugleið sem ekki væri fyrsta val farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert