Telur að hindra hefði mátt árásina á Trump

Donald Trump forsetaframbjóðandi særðist á hægra eyra í júlí.
Donald Trump forsetaframbjóðandi særðist á hægra eyra í júlí. AFP/Rebecca Droke

Ronald Rowe, forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar, telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir skotárásina sem framin var á kosningaviðburði Donalds Trumps ef ör­ygg­isþjón­ust­an hefði haft aðgang að talstöðvakerfi lögreglustöðvar á svæðinu.

Vinna að bættu samskiptakerfi

Í umfjöllun ABC News kemur fram að Rowe telji öryggisþjónustuna hafa skort aðgengi að talstöðvakerfi nálægrar lögreglustöðvar þegar árásin átti sér stað. Þannig hefði öryggisþjónustan ekki fengið mikilvægar upplýsingar sem hefðu getað gert henni kleift að hindra árásina.

„Þess vegna þurfum við að vinna betur að sameiningu með því að nýta okkur þessi samskiptakerfi,“ er haft eftir Rowe, sem bætir við að nú verði mikið lagt upp úr því að samstilla samskiptakerfi lögreglu og öryggisþjónustunnar.

Ronald Rowe tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar í síðasta …
Ronald Rowe tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar í síðasta mánuði. AFP

Rowe tók við embætti forstjóra öryggisþjónustunnar í kjölfar uppsagnar Kimberly Cheatle, sem gegndi hlutverki forstjóra þegar árásin átti sér stað, og segir hann að skotárásin hafi verið mistök öryggisþjónustunnar einnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert