Talsmaður Afríkuríkisins Malí hefur tilkynnt um að slíta eigi öllum diplómatískum tengslum við Úkraínu.
Abdoulaye Maiga, ofursti í Malí, segir ástæðuna vera að háttsettur úkraínskur embættismaður hafi viðurkennt þátt Úkraínumanna í mannskæðum bardaga á milli malíska hersins gegn aðskilnaðarsinnum og trúarofstækismönnum, sem Malí tapaði, í síðasta mánuði.
Liðsmenn rússneska málaliðahópsins Wagner voru meðal þeirra sem létu lífið í ósigrinum sem í norðurhluta landsins.