Swift aflýsir öllum tónleikum í Vín

Swift átti að vera með tónleika á morgun, föstudag og …
Swift átti að vera með tónleika á morgun, föstudag og laugardag. AFP/Julien De Rosa

Búið er að af­lýsa öllum þrennum tón­leik­un­um Taylor Swift sem áttu að fara fram í Vín í Aust­ur­ríki um helg­ina eft­ir að nítj­án ára karl­maður var hand­tek­inn, grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðju­verk á tón­leik­un­um. 

Bú­ist var við 65.000 áhorf­end­um á hverja tón­leika en skipu­leggj­end­ur segja að ekk­ert annað sé í stöðunni en að af­lýsa þeim af ör­ygg­is­ástæðum. 

Lög­regl­a segir hinn grunaða tengj­ast hryðju­verka­sam­tök­um kenndum við íslamska ríkið. Þá lagði hún hald á kemísk efni á heim­ili manns­ins. 

Ann­ar maður sem tal­ið er að hafi verið í sam­skipt­um við hinn grunaða var einnig hand­tek­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert