Eiginmaður Harris axlar ábyrgð á framhjáhaldi

Kamala Harris ásamt Doug Emhoff.
Kamala Harris ásamt Doug Emhoff. AFP/Erin Schaff

Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna, axlar fulla ábyrgð á því að hafa haldið fram hjá barnsmóður sinni úr fyrra hjónabandi með konu sem var barnapía barnanna þeirra.

Daily Mail greindi frá því á laugardaginn að Emhoff hafi haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður, Kerstin Emhoff, með Najen Naylor.

Saman eiga Kerstin og Emhoff tvö börn og var Naylor barnapían þeirra og kenndi einnig við sama skóla og börnin gengu í.

Sambandinu lauk mörgum árum áður en Emhoff byrjaði með Harris, en þau giftust árið 2014. 

CNN greinir frá. 

Gengu í gegnum erfiða tíma

„Í mínu fyrsta hjónabandi fórum við Kerstin saman í gegnum erfiða tíma vegna gjörða minna. Ég axlaði ábyrgð og á þeim árum sem liðin eru höfum við unnið í hlutunum sem fjölskylda og komið sterkari út úr þessu,“ sagði Emhoff í yfirlýsingu til CNN.

Daily Mail greindi frá því að konan hefði orðið ófrísk og að samkvæmt náinni vinkonu hennar hafi hún „ekki haldið barninu“. Naylor hefur hvorki svarað fyrirspurnum CNN né Daily Mail.

Doug Emhoff hefur lengi séð eftir gjörðum sínum og var meðvitaður um að þær gætu orðið opinberar, segir heimildarmaður CNN sem er kunnugur Emhoff. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert